hosted by tripod
Tell me when this page is updated
sollsoll

20.1.06

Hef svo sem ekki mikið að segja. Er að fara í jarðarför á eftir, er mjög í vafa hvort sé viðeigandi að vera í hvítri kápu, en það er eina fína flíkin sem ég á. Kannski sé líka óviðeigandi að þetta sé hugsunin sem sé manni efst í huga við þessar aðstæður.

Hef verið að drepast í bakinu. Líklega eru þeir hækjubræður farnir að hafa þessi áhrif á mig. Vona að nýja fína rúmið sem ég keypti í gær og fæ afhent í kvöld muni laga þetta. Það og fína rafmagnshitateppið sem Óli fjárfesti í ekki alls fyrir löngu og hefur komið sér vel fyrir marga.

Er innilega löt í vinnunni eitthvað. Er að skrifa um afskaplega óspennandi hlut og það drepur allt sem heitir metnaður. Kannski er bara ekki nóg að gera.. hver veit.



12.1.06

Þetta eru meiri lætin núna. Maður er allavega feginn að starfa á ská fyrir neðan þetta blað en ekki á því. Þá getur maður verið yndislega skynheilagur og sagt: hvað voru mennirnir að hugsa.

Ég hef mínar skoðanir á þessu máli en nenni ekki að reifa þær enda fær málið ófáar mínútur í loftinu og þjóðfélagsumræðunni um þessar mundir.

Veðrið er að gera mig brjálaða. Vill það ekki bara ákveða hvort það eigi að vera kalt með snjó eða hlýtt með rigningu? Þetta slabb er banalt fyrir þá hækjubræður.

Er með endalaust samviskubit yfir að vera með gest heima hjá mér en hanga sjálf í vinnunni. Á sama tíma er ég með samviskubit yfir að vera ekki allan daginn í vinnunni og finnst eins og ég sé að nota hækjurnar sem ólögmæta afsökun þó engum öðrum finnist það.

Lífið er svo öfugsnúið.



Home